Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Landsprents ehf. á prentvél o.fl. úr þrotabúi Torgs ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 10/2024
  • Dagsetning: 24/5/2024
  • Fyrirtæki:
    • Landsprent ehf.
    • Þrotabú Torgs ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Prentmiðlar
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið tók afstöðu til kaupa Landsprents á prentvél o.fl úr þrotabúi Torgs ehf. Með kaupsamningi keypti Landsprent prentvél o.fl. úr þrotabúi Torgs. Með kaupunum myndast einokunarstaða á markaði fyrir prentun á dagblöðum hérlendis þar sem Landsprent hefur 100% markaðsstyrk og býr nú yfir einu dagblaðaprentvél landsins. Undir venjulegum kringumstæðum myndi slíkur samruni eða viðskipti krefjast íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Hins vegar byggðu samrunaaðilar á því að skilyrði að um fyrirtæki á fallandi fæti sé uppfyllt í þessu máli.

    Samkeppniseftirlitið fór yfir skilyrðin um fyrirtæki á fallandi fæti og komast að þeirri niðurstöðu að sýnt hafi verið fram á að sjónarmið um fyrirtæki á fallandi fæti eigi við um kaupin. Vegna þess telur Samkeppniseftirlitið ekki forsendur til þess að aðhafast frekar vegna samrunans.