Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Beiðni Haga hf. um endurupptöku á ákvörðun samkeppnisráðs nr. 38/2002

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 17/2024
  • Dagsetning: 21/6/2024
  • Fyrirtæki:
    • Hagar hf.
    • Bananar ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Ákvörðunin varðar endurskoðun á skilyrðum sem hvílt hafa á Högum hf. og Bönunum ehf. vegna samruna þessara fyrirtækja árið 2002, sbr. ákvörðun samkeppnisráðs nr. 38/2002. Hagar (áður Baugur Group) voru og eru ennþá leiðandi aðili á dagvörumarkaði hér á landi. Bananar annast heildsölu á ávöxtum og grænmeti til matvöruverslana, veitingahúsa og mötuneyta og er umfangsmikið í þeirri starfsemi.

    Niðurstaða í ákvörðun nr. 38/2002 var að samruninn hefði skaðleg áhrif á samkeppni og að grípa þyrfti til íhlutunar. Sátt var gerð í málinu og skilyrði sett m.a. um að viðskiptavinir Banana (og mögulegir keppinautar Haga) ættu greiðan aðgang að ávöxtum og grænmeti í heildsölu hjá Bönunum. Einnig var skilyrði um að starfsmenn Haga hefðu ekki aðgang að viðkvæmum viðskiptaupplýsingum Banana.

    Í apríl 2023 óskuðu Hagar eftir endurskoðun á skilyrðunum til að samstæðan gæti nýtt upplýsingakerfi Haga. Með nýrri sátt við Haga og Banana hefur skilyrðum verið breytt þannig að starfsmenn með tiltekin hlutverk innan upplýsingatæknideildar Haga fá aðgang að upplýsingum í kerfum Banana en verða bundnir trúnaði og aðgangsstýringar og rekjanleiki verði tryggður. Samkeppniseftirlitið telur að með nýrri sátt og skilyrðum sé tryggður aðskilnaður sem nái fram sömu markmiðum og áður var og að breytingarnar séu ekki til þess fallnar að raska samkeppni.