Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni TK bíla ehf. og Bílaverkstæðis Austurlands ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 19/2024
  • Dagsetning: 1/7/2024
  • Fyrirtæki:
    • TK bílar ehf.
    • Bílaverkstæði Austurlands ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Vélar og tæki
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

     

    Samkeppniseftirlitið tók afstöðu til samruna TK bíla ehf. og Bílaverkstæðis Austurlands ehf. en Samkeppniseftirlitinu var tilkynnt um kaup TK bíla á 70% hlutafjár í Bílaverkstæði Austurlands með tilkynningu dags. 7. júní. Í samrunaskrá kemur fram að TK bílar reki bílasölu nýrra og notaðra bíla, verkstæðis og varahlutasölu í Kauptúni í Garðabæ. Í samrunaskrá kemur fram að starfsemi BVA felist í rekstri á bílasölu og bílaverkstæðis á Austurlandi.

     Það er niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins að engar vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni eða hreki þær. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitins að ekki sé ástæða til frekari rannsóknar né sé nauðsynlegt að aðhafast vegna þessa samruna. Lýkur málinu því á fyrsta fasa samrunarannsóknarinnar.