Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Skaga hf. og Íslenskra verðbréfa hf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 20/2024
  • Dagsetning: 3/7/2024
  • Fyrirtæki:
    • Íslensk verðbréf hf.
    • Skagi hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
    • Verðbréfastarfsemi
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðun þessari hefur Samkeppniseftirlitið lagt mat á samruna Skaga hf. og Íslenskra verðbréfa hf. í samræmi við ákvæði 17. gr. samkeppnislaga. Niðurstaða rannsóknar eftirlitsins vegna samrunans er sú að ekki séu vísbendingar um að hann leiði til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, sbr. 17. gr. c samkeppnislaga.

    Áhrifa samrunans gætir aðallega á mörkuðum fyrir eignastýringu og markaðsviðskiptaþjónustu. Sú aukning samþjöppunar sem á sér stað við samrunann á þessum mörkuðum er ekki af stærðargráðu sem réttlætt gæti íhlutun. Í þessu sambandi ber m.a. að líta til þess að ýmsir öflugir keppinautar starfa á viðkomandi mörkuðum, þar á meðal stóru viðskiptabankarnir þrír og Kvika banki hf. Þá hafa ekki komið fram vísbendingar af öðru tagi sem tilefni gætu gefið til íhlutunar á grundvelli samkeppnislaga. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum hefur því lokið án íhlutunar eins og fram kemur í ákvörðunarorðum.

    Samrunatilkynning samrunaaðila barst Samkeppniseftirlitinu 4. júní 2024 og lögbundnir frestir byrjuðu að líða 5. júní 2024.