Ákvarðanir
Samruni Kristins ehf. og Evu consortium ehf
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 25/2024
- Dagsetning: 29/10/2024
-
Fyrirtæki:
- Kristinn ehf.
- Eva consortium ehf.
- Sinnum ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Heilbrigðis- og félagsmál
- Þjónusta sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Um er að ræða samsteypusamruna þar sem samstæða Kristins ehf. eignast meirihluta í Evu consortium ehf. og þar með í Sinnum ehf. vegna skuldauppgjörs. Eva consortium starfar aðallega í heilbrigðisþjónustu. Kristinn ehf. fór fyrir með sameiginleg yfirráð í félaginu en fer eftir samrunann með einföld yfirráð. Félögin starfa ekki á sömu mörkuðum og samruninn virðist ekki hafa í för með sér nein skaðleg áhrif á samkeppni og lauk málsmeðferð því á fyrsta fasa án frekari rannsóknar.