Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Pennans hf. og Bókaverslunarinnar Andrés Níelsson hf. annars vegar og samruni Pennans hf. og Bókaverslunar Jónasar Tómassonar ehf. hins vegar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 47/2006
  • Dagsetning: 12/12/2006
  • Fyrirtæki:
    • Penninn hf.
    • Bókaverslun Jónasar Tómassonar ehf.
    • Bókaverslun Andrésar Níelssonar
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Bókaútgáfa og sala
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um að Penninn hf. hefði keypt Bókaverslun Jónasar Tómassonar (BJT) á Ísafirði og  verslunarrekstur Bókaverslunarinnar Andrés Níelsson (BAN) á Akranesi. Af upplýsingum sem fram komu í tilkynningunni var ljóst að samlegðaráhrifa samrunanna myndi fyrst og fremst gæta við smásölu á bókum, tímaritum og skrifstofuvörum. Ljóst þótti að staða Pennans væri almennt mjög sterk á þeim sviðum viðskipta, sem og á markaði fyrir heildsölu á ritföngum, skrifstofuvörum, erlendum tímaritum og erlendum dagblöðum. Var hins vegar ljóst að rekstrarafkoma bókaverslana BAN og BJT hefur verið slæm á undanförnum árum. Í ljósi þessa og með hliðsjón af öðrum gögnum málsins var það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri ástæða til að hafast frekar að vegna kaupa Pennans á umræddum bókaverslunum.