Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Lok rannsóknar á kaupum Síldarvinnslunnar hf. á helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf. af Samherja hf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 33/2024
  • Dagsetning: 31/12/2024
  • Fyrirtæki:
    • Samherji hf.
    • Síldarvinnslan hf.
    • Ice Fresh Seafood ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Í úrlausninni er gerð grein fyrir málsmeðferð og lokum rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á samruna Síldarvinnslunnar hf. og Samherja hf. („Samherji“) vegna kaupa SVN á 50% eignarhlut af Samherja í Ice Fresh Seafood ehf. Samrunaaðilar upplýstu Samkeppniseftirlitið um afturköllun á samrunatilkynningu hinn 3. júní 2024 og lauk þá sjálfkrafa rannsókn og málsmeðferð eftirlitsins. Vegna afturköllunar aðila á samrunatilkynningu kom ekki til þess að eftirlitið þyrfti að taka endanlega afstöðu til samrunans og hvort hann samræmdist samkeppnislögum.