Ákvarðanir
Yfirtaka Símans Pay ehf. á hluta af starfsemi Rapyd Europe hf
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 9/2025
- Dagsetning: 11/3/2025
-
Fyrirtæki:
- Síminn Pay ehf.
- Rapyd Europe ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Fjármálaþjónusta
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Aðilar að samrunanum eru Síminn Pay ehf. og Rapyd Europe hf. Um er að ræða kaup Símans Pay á kortalánasafni Rapyd. Markaðir málsins þar sem áhrifa samrunans gætir er markaður fyrir greiðslulausnir og markaður fyrir lán til einstaklinga. Markaður fyrir greiðslulausnir felst í neyslulánum til fjármögnunar á kaupum á vöru og þjónustu. Jafnframt kann að falla þar undir hvers konar skammtímalán veitt til einstaklinga, svo sem yfirdráttur, kreditkortalán (dreifing greiðslna) og önnur skammtímalán á borð við þau sem samrunaaðilar veita sem og viðskiptabankarnir þrír auk annarra fyrirtækja sem starfi á sama markaði og samrunaaðilar.
Við rannsókn málsins og á grundvelli fyrirliggjandi gagna kom ekkert fram sem bendi til þess að markaðshlutdeild aðila yrði svo há að markaðsráðandi staða myndaðist eða styrktist með samrunanum. Viðskiptabankarnir þrír veita samrunaaðilum tiltekið samkeppnislegt aðhald og markaðsstyrkur Kviku, sem rekur Netgíró og Aur er töluverður sem ætti að veita áfram sameinuðu fyrirtæki Símans Pay og kortalánum Rapyd töluverða samkeppni. Á grundvelli þess telur Samkeppniseftirlitið ekki forsendur til að aðhafast í tengslum við þennan samruna.