Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup IS Haf slhf. á NP Innovation AB

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 11/2025
  • Dagsetning: 24/3/2025
  • Fyrirtæki:
    • IS Haf slhf.
    • NP Innovation AB
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Aðilar að samrunanum eru IS Haf slhf. og sænska fyrirtækið NP Innovation AB. Um er að ræða kaup IS Haf slhf. á allri starfsemi NP Innovation AB. IS Haf slhf. er fjárfestingasjóður sem fjárfestir í haftengdri starfsemi. Sjóðnum er stýrt af Íslandssjóðum sem sé í eigu Íslandsbanka. NP Innovation AB starfar helst við þróun, framleiðslu og sölu hreinsibúnaðar fyrir fiskeldi. Við rannsókn málsins og á grundvelli fyrirliggjandi gagna kom ekkert fram sem bendi til þess að markaðshlutdeild aðila yrði svo há að markaðsráðandi staða myndaðist eða styrktist með samrunanum. Á grundvelli þess telur Samkeppniseftirlitið ekki forsendur til að aðhafast í tengslum við þennan samruna.