Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Ósk Valitors hf. um undanþágu fyrir samræmt milligjald í kortaviðskiptum.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 62/2008
  • Dagsetning: 15/12/2008
  • Fyrirtæki:
    • Valitor hf
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
    • Greiðslukortastarfsemi
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitinu barst ósk um undanþágu frá samráðsbanni 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 frá Valitor hf.  Óskaði Valitor eftir því að Samkeppniseftirlitið samþykki að félagið ákveði og setji svonefnt samræmt milligjald  á innanlandsmarkaði fyrir greiðslukortaviðskipti. Nánar tiltekið er þess óskað, telji Samkeppniseftirlitið að gjaldið falli undir 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, að veitt verði undanþága á grundvelli 15. gr. sömu laga. Milligjaldið er greiðsla frá færsluhirði fyrir hönd söluaðila til útgefenda kreditkorta. Er greiðslan sögð fyrir þá þjónustu sem útgefendur korta veita söluaðilum vegna viðskipta þar sem kreditkort eru notuð sem greiðslumiðill.

    Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er að almennt séð sé ekki unnt að útiloka að setning samræmds milligjalds geti uppfyllt kröfur 15. gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið verði hins vegar að hafna ósk Valitors um undanþágu frá banni samkeppnislaga við verðsamráði til að ákvarða og setja samræmt milligjald á innanlandsmarkaði fyrir kreditkortaviðskipti. Byggir niðurstaðan á því að Valitor hafi ekki tekist að sýna fram á með fullnægjandi hætti að öll skilyrði 15. gr. samkeppnislaga séu uppfylt.

    Máli þessu var áfrýjað. Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2009


     

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir