Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Starfsemi Íslandsrótar Auðkennis

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 26/2010
  • Dagsetning: 5/10/2010
  • Fyrirtæki:
    • Auðkenni ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Félagið Auðkenni sem rekur m.a. svokallað Auðkennislyklakerfi óskaði eftir undanþágu frá bannákvæði 10. gr. samkeppnislaga vegna reksturs Íslandsrótar á vegum félagsins. Íslandsrót er gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um rafræn skilríki og auðkenni skv. þeim. Stendur til að hýsa á debetkortum einkalykil fólks sem geymir auðkenni þeirra. Þann lykil má svo nota til auðkenningar á lýðnetinu og til rafrænna undirskrifta. Hefur Samkeppniseftirlitið þegar fjallað um samstarf greiðslukortafyrirtækja vegna útgáfu korta með örgjörva sbr. ákvörðun nr. 18/2010 Heimild fyrir Fjölgreiðslumiðlun hf. til að stýra innleiðingu og kynningu á örgjörvatækni vegna greiðslukorta. Samkeppniseftirlitið taldi rétt að veita Auðkenni undanþágu frá banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samstarfi vegna reksturs Íslandsrótar þar sem skilyrðum slíkrar undanþágu væri fullnægt. Var undanþágan bundin skilyrðum og tímabundin.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir