Ákvarðanir
Samruni Skoðunar ehf. og Kögunar hf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 37/2006
- Dagsetning: 28/9/2006
-
Fyrirtæki:
- Dagsbrún hf
- Kögun hf.
- Skoðun ehf
-
Atvinnuvegir:
- Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Þann 30. maí 2006 var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Skoðunar, dótturfélags Dagsbrúnar, á öllu hlutafé Kögunar. Þar kom fram að Skoðun hefði keypt meirihluta í Kögun með samningi dagsettum 31. mars 2006 en hefði eignast öll hlutabréf í félaginu þann 23. maí 2006 þegar Síminn gekk að yfirtökutilboði Skoðunar.
Samruninn er ekki láréttur samruni þar sem keppinautar hætta að keppa á tilteknum markaði og renna saman. Þessi fyrirtæki hafa starfað á ólíkum mörkuðum og er lítil eða engin skörun á milli þessara fyrirtækja. Fæst því ekki séð að samruni þessi muni styrkja markaðsráðandi stöðu Dagsbrúnar né verður talið að sökum markaðsráðandi stöðu Dagbrúnar geti samstæðan náð ráðandi stöðu á þeim mörkuðum sem Kögun hefur starfað á. Það er því mat samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg samkeppnisleg áhrif og telur því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna hans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.