Ákvarðanir
Kvörtun Og fjarskipta hf. (Vodafone) um meinta misnotkun Landssíma Íslands hf. á markaðsráðandi stöðu sinni á markaði fyrir farsímaþjónustu
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 10/2006
- Dagsetning: 31/3/2006
-
Fyrirtæki:
- Landssími Íslands hf.
- Og fjarskipti hf. (Vodafone)
-
Atvinnuvegir:
- Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
- Fastanet (grunnnet og þjónusta)
-
Málefni:
- Markaðsyfirráð
- Reifun Samkeppnisyfirvöldum barst erindi frá Vodafone, þar sem því var haldið fram að Landssími Íslands hf. hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína í tengslum við farsímaþjónustu. Í málinu lá fyrir að Vodafone hafði boðið íbúum Akraness sérstakt kynningartilboð á farsímaþjónustu. Skömmu síðar kynnti Landssíminn íbúum Akraness tilboð á farsímaþjónustu. Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins kom m.a. fram að tilboð fyrirtækjanna væru að ýmsu leyti ólík og að ekki væri unnt að líta svo á að Landsíminn hefði með tilboði sínu undirboðið Vodafone. Taldi Samkeppniseftirlitið ekkert benda til þess að tilgangur tilboðs Landssímans hefði verið að þröngva Vodafone út af markaði fyrir farsímaþjónustu við einstaklinga heldur hefði umrætt tilboð verið þáttur í viðbrögðum fyrirtækisins við tilboði Vodafone. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að viðbrögð Landssímans í málinu hefðu verið hófleg og ekki falið í sér brot á 11. gr. samkeppnislaga. Taldi Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til íhlutunar í málinu.