Ákvarðanir
Áskriftarskilmálar sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2006
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 5/2007
- Dagsetning: 8/2/2007
-
Fyrirtæki:
- Og Fjarskipti hf.
- Stefán Geir Þórisson hrl.
- 365 Ljósvakamiðlar ehf.
- 365 prentmiðlar ehf.
- Sýn
-
Atvinnuvegir:
- Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
- Ljósvakamiðlar
-
Málefni:
- Markaðsyfirráð
- Reifun Með bréfi, dagsettu 26. maí 2006, óskaði Stefán Geir Þórisson hrl. eftir því við Samkeppniseftirlitið að könnuð yrðu tilboð sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar að áskrift í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu 2006. Óskaði hann sérstaklega eftir könnun á því hvort gjaldtaka Sýnar væri óhófleg og hvort í tilboðum Sýnar fælust ólögmætir söluskilmálar. Samkeppniseftirlitið telur að kostnaðarforsendur hafi réttlætt uppsett verð Sýnar fyrir áskrift að heimsmeistarakeppninni. Þá telur Samkeppniseftirlitið að ekki hafi falist ólögmæt samtvinnun í því að gera væntanlegum viðskiptavinum að velja á milli þess að kaupa áskrift þann tíma sem heimsmeistarakeppnin stóð yfir ellegar að kaupa áskrift að Sýn í lengri tíma. Bindingin væri hófleg og forsendur tilboðanna að öðru leyti málefnalegar. Með vísan til þess telur Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að hafast frekar að í málinu.