Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Símans hf., á Sensa ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 22/2007
  • Dagsetning: 18/5/2007
  • Fyrirtæki:
    • Síminn hf.
    • Sensa ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um kaup Símans hf. á öllu hlutafé Sensa ehf. Var  lagt mat á það hvort samruninn myndi hindra virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða yrði til eða að slík staða myndi styrkjast.  Athugun Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að sameiginleg markaðshlutdeild umræddra fyrirtækja á þeim markaði sem um ræðir bendi  ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða slík staða styrkist við samrunann. Þá kom einnig í ljós að litlar aðgangshindranir eru að viðkomandi markaði. Það er því mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg samkeppnisleg áhrif. Telur eftirlitið því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna hans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.