Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Yfirtaka Arion banka hf. á Drögum ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 12/2010
  • Dagsetning: 6/5/2010
  • Fyrirtæki:
    • Arion banki hf.
    • Drög ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Byggingarþjónusta
    • Verktakastarfsemi
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með bréfi sem barst Samkeppniseftirlitinu 8. mars. 2009 tilkynnti Arion banki hf. (hér eftir Arion banki) stofnuninni um yfirtöku sína á Drögum ehf. (hér eftir Drög). Drög voru móðurfélag Íslenskra aðalverktaka en við meðferð samrunamálsins var sá hluti félagsins seldur sbr. ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2010 Kaup IP verktaka ehf. á Íslenskum aðalverktökum hf. Eftir stóðu önnur dótturfélög Draga en starfsemi á vegum þeirra félaga felst í umsjón með lóðakaupum, þróun og sölu byggingarlóða. Samkeppniseftirlitið taldi ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna samrunans.