Ákvarðanir
Erindi vegna starfsemi Blindrabókasafnsins á markaðnum fyrir sölu hljóðbóka
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 56/2007
- Dagsetning: 19/10/2007
-
Fyrirtæki:
- Blindrabókasafn Íslands
-
Atvinnuvegir:
- Mennta- og menningarmál
- Safnarekstur, fullorðinsfræðsla og námskeiðahald
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur mælt fyrir um að Blindrabókasafn Íslands skuli skilja fjárhagslega á milli rekstrar safnsins annars vegar og framleiðslu og miðlun safnsins á hljóðbókum í nafni fyrirtækisins Orð í eyra á almennan markað hins vegar. Starfsemi Orðs í eyra á vegum Blindrabókasafnsins er rekin í samkeppni við einkaaðila sem framleiða og dreifa hljóðbókum á almennan markað. Samkeppniseftirlitið telur, að óbreyttu, þ.e. ef ekki er fjárhagslega skilið á milli þeirrar starfsemi Blindrabókasafnsins sem nýtur opinberra fjárframlaga annars vegar og útgáfu og dreifingar hljóðbóka á almennan markað hins vegar raski það samkeppni á almennum markaði fyrir útgáfu og sölu hljóðbóka.