Ákvarðanir
Kaup Brimborgar ehf. á Vélalandi ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 3/2008
- Dagsetning: 16/1/2008
-
Fyrirtæki:
- Brimborg ehf.
- Vélaland ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Vélar og tæki
-
Málefni:
- Samrunamál
- Reifun Með bréfi dags, 8. desember 2007, var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Brimborgar ehf. á Vélalandi ehf. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna þar sem veltuskilyrði ákvæðisins eru uppfyllt. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa hins vegar ekki til kynna að samruninn muni raska samkeppni. Í ljósi þessa er það mat eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.