Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Aðild Landssamtaka lífeyrissjóða að samkomulag fjármálafyrirtækja um skilmálabreytingu fasteignaveðlána vegna greiðsluaðlögunar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 59/2008
  • Dagsetning: 1/12/2008
  • Fyrirtæki:
    • Landssamtök lífeyrissjóða
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitinu barst ósk um undanþágu frá samráðsbanni 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 frá Samtökum fjármálafyrirtækja, félagsmálaráðuneytinu og Íbúðalánasjóði 25. nóvember síðast liðinn. Þann 27. nóvember barst önnur beiðni frá Landssamtökum lífeyrissjóða þar sem farið var fram á sams konar undanþágu til handa aðildarfélögum samtakanna.

    Tilefni þessarar óskar um undanþágu frá samráðsbanni er lög sem samþykkt voru á Alþingi 19. nóvember 2008 nr. 133/2008 um breytingu á lögum nr. 63/1985, um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, með síðari breytingum. Voru lögin sett til þess að koma til móts við þá sem kynnu að lenda í greiðsluerfiðleikum sökum aðstæðna sem nú eru í íslensku efnahagslífi. Fólu lögin í sér að viðskiptavinir allra viðurkenndra lánastofnana sem eru með verðtryggð fasteignalán gætu óskað eftir greiðslujöfnun lána sinna teldu þeir það henta.

    Taldi Samkeppniseftirlitið að fullnægt væri skilyrðum fyrir því að undaþága væri veitt frá samráðsbanni samkeppnislaga. Var málunum lokið með ákvörðunum nr. 58/2008 og 59/2008.