Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Yfirtaka NBI hf. á Límtré Vírnet ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 32/2010
  • Dagsetning: 20/10/2010
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:
    • Byggingarþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Landsbanki Íslands tók yfir tilteknir eignir B. M. Vallár. Um er að ræða rekstrareiningar sem reknar hafa verið undir merkjum Límtrés Vírnets ehf. Samkeppniseftirlitið hefur áður fjallað um yfirtöku Arion banka hf. á B. M. Vallá sbr. ákvörðun nr. 31/2010.

    Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að yfirtakan raskaði samkeppni og að nauðsynlegt væri að setja samrunanum skilyrði. Féllust samrunaaðilar á að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvörðuninni. Um er að ræða ítarleg skilyrði, sem miða að því að draga úr samkeppnisröskun sem stafað getur af eignarhaldi bankans á fyrirtækinu. Hefur Landsbankinn fallist á að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvörðuninni, með undirritun sáttar. Við vinnslu málsins hefur einnig verið höfð hliðsjón af kvörtunum og ábendingum sem Samkeppniseftirlitinu hafa borist.

    Á meðal skilyrða má nefna að lögð er sú skylda að selja Límtré Vírnet eins fljótt og auðið er. Jafnframt er mælt fyrir um ýmis skilyrði sem ætlað er að koma í veg fyrir mögulega samhæfingu í viðskiptastefnu atvinnufyrirtækja undir yfirráðum NBI hf. og tryggja að þau starfi áfram sem sjálfstæðir keppinautar á markaði. 

    Samkeppniseftirlitið hefur áður fjallað um mál þar sem sambærileg skilyrði eru sett. Er m.a. fjallað nánar um þau í fréttatilkynningu., dags. 31. mars sl.