Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Bílanausts hf. á Bæjardekki ehf., Dekki.is ehf. og Hjólbarðaverkstæðinu Dekkinu ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 8/2007
  • Dagsetning: 21/3/2007
  • Fyrirtæki:
    • Bílanaust ehf.
    • Bæjardekk ehf. Dekk.is ehf.
    • Hjólbarðaverkstæðið Dekkið ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Vélar og tæki
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun Samkeppniseftirlitinu bárust tilkynningar um kaup Bílanausts hf. á Bæjardekki ehf. og Dekki.is annars vegar og Hjólbarðaverkstæðinu Dekkinu ehf. hins vegar. Samkeppniseftirlitið taldi rétt að sameina umfjöllun um samrunana í eina ákvörðun þar sem um væri að ræða kaup Bílanausts á fyrirtækjum á sömu mörkuðum. Að mati Samkeppniseftirlitsins fólu kaupin í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga og féllu samrunarnir undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna þar sem veltuskilyrði ákvæðisins eru uppfyllt. Að mati Samkeppniseftirlitsins myndi samlegðaráhrifa samrunanna fyrst og fremst gæta á sviði smásölu, viðgerða og skiptinga á hjólbörðum. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gáfu hins vegar ekki til kynna að samrunarnir myndu hafa skaðleg samkeppnisleg áhrif. Sameiginleg markaðshlutdeild umræddra fyrirtækja á þeim mörkuðum sem um ræðir benti sem slík ekki til markaðsráðandi stöðu. Þá er innflutningur á dekkjum, samkvæmt upplýsingum Samkeppniseftirlitsins, auðveldur og veitir innlendum heild- og smásölum umtalsvert verðaðhald. Í ljósi þessa og með hliðsjón af gögnum málsins og samtölum við aðila á markaðnum var það mat eftirlitsins að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.