Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Brot Sundagarða ehf. á tilkynningarskyldu um samruna

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 32/2008
  • Dagsetning: 15/5/2008
  • Fyrirtæki:
    • Sundagarðar ehf.
    • Borgarnes kjötvörur
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með bréfi, dagsettu þann 22. janúar 2007, vakti Samkeppniseftirlitið athygli á því með vísan til fréttar um að Sundagarðar hf. hafi keypt allt hlutafé Sparisjóðs Mýrarsýslu í Borgarnes Kjötvörum ehf. að um samruna gæti verið að ræða sem tilkynningarskyldur væri samkvæmt 17. gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið lagði fyrir félagið að tilkynna til eftirlitsins um þennan samruna. Fullnægjandi samrunatilkynning barst Samkeppniseftirlitinu þann 13 .mars sl. eða rúmum tveimur mánuðum eftir að tilkynningarskyldan hófst með undirritun kaupsamnings þann 31. desember 2007.  Með því hafa Sundagarðar brotið gegn tilkynningarskyldu um samruna en samkvæmt 37. gr. samkeppnislaga leggur Samkeppniseftirlitið sekt á félög sem brjóta gegn skyldu til að tilkynna um samruna innan lögbundins frests. Var Sundagörðum því gert að greiða 750.000 krónur í sekt.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir