Ákvarðanir
Kvörtun Loftmynda ehf. vegna Landmælinga Íslands
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 52/2006
- Dagsetning: 19/1/2007
-
Fyrirtæki:
- Landmælingar Íslands
- Loftmyndir ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
- Opinber þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
- Reifun Samkeppniseftirlitinu barst kvörtun frá Loftmyndum ehf. annars vegar yfir meintum einkakaupasamningum Landmælinga Íslands við opinbera aðila um afnot af hæðarlíkönum og hins vegar yfir því að ekki sé fjárhagslegur aðskilnaður á milli samkeppnisrekstrar stofnunarinnar og verndaðs rekstrar hennar. Samkeppniseftirlitið telur að þar sem umræddir einkakaupasamningar hafi enn sem komið er ekki verið gerðir sé ástæðulaust að hafast að vegna þeirra. Þar sem verkefni Landmælinga Íslands séu nú að öllu leyti lögbundin, sbr. lög nr. 103/2006 um landmælingar og grunnkortagerð, sé ekki lagagrundvöllur til að kveða á um fjárhagslegan aðskilnað hjá stofnuninni. Með vísan til þessa taldi Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna kvörtunar Loftmynda ehf.