Ákvarðanir
Samruni Reynimels ehf. og Kynnisferða ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 17/2008
- Dagsetning: 12/3/2008
-
Fyrirtæki:
- Reynimelur ehf.
- Kynnisferðir hf.
-
Atvinnuvegir:
- Samgöngur og ferðamál
- Ferðaþjónusta
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Með ákvörðun nr. 51/2007 ógilti Samkeppniseftirlitið samruna Reynimels ehf. og Kynnisferða ehf. eins og hann hafði verið tilkynntur til eftirlitsins þann 23. maí 2007. Þann 15. nóvember barst Samkeppniseftirlitinu síðan ný tilkynning um kaup Reynimels á Kynnisferðum en með breyttu eignarhaldi. Í því fólst m.a. að SBA-Norðurleið og tengdir aðilar, sem áður voru hluthafar í Reynimel, seldu sína eignarhluti í félaginu. Að mati Samkeppniseftirlitsins er hér um að ræða samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Er það mat Samkeppniseftirlitsins að þrátt fyrir þessar breytingar á eignarhaldi hefði samruninn eftir sem áður skaðleg áhrif á samkeppni.
Viðræður við samrunaaðila hafa leitt til þess að Reynimelur hefur gengist undir sátt í málinu á grundvelli samkeppnislaga og reglna um málsmeðferð samkeppnisyfirvalda. Sáttin felur í sér skilyrði í þremur töluliðum sem m.a. kveða á um frekari breytingar á eignarhaldi í Reynimel sem fela það í sér að Hagvagnar ehf./Hópbílar ehf. munu ekki lengur hafa yfirráð yfir Reynimel og þar með ekki yfir keppinauti sínum Kynnisferðum. Þá mun fullur rekstrar- og stjórnunarlegur aðskilnaður vera á milli Hagvagna/Hópbíla annars vegar og Reynimels /Kynnisferða hins vegar. Þessi skilyrði eru að mati Samkeppniseftirlitsins nægjanleg til þess að eyða þeim samkeppnislegu vandamálum sem ella hefðu skapast með samrunanum. Var samruninn samþykktur með skilyrðum þessum.