Ákvarðanir
Erindi Mjólku ehf. vegna misnotkunar Osta- og smjörsölunnar sf. á markaðsráðandi stöðu
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 39/2006
- Dagsetning: 14/10/2006
-
Fyrirtæki:
- Osta- og Smjörsalan
- Mjólka ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Matvörur
-
Málefni:
- Markaðsyfirráð
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið taldi Osta- og smjörsöluna sf. hafa misnotaði markaðsráðandi stöðu sína gagnvart Mjólku ehf. og þannig brotið gegn samkeppnislögum. Þegar Mjólka hóf störf með framleiðslu á fetaosti þurfti fyrirtækið að kaupa mjólkurduft hjá Osta- og smjörsölunni. Var Mjólku gert að greiða hið hærra verð, sem er til fyrirtækja í mjólkuriðnaði, á meðan annað fyrirtæki í ostaframleiðslu, Ostahúsið, hafði hins vegar verið látið greiða hið lægra verð, sem er til fyrirtækja í annarri matvælaframleiðslu, vegna sinnar framleiðslu og hafði svo verið um margra ára skeið. Þetta varð tilefni til þess að Mjólka kvartaði til Samkeppniseftirlitsins yfir mismunun Osta- og smjörsölunnar en það fyrirtæki ásamt eigendum þess (mjólkursamlögin) eru helstu keppninautar Mjólku. Osta- og smjörsalan brást við með þeim hætti að hækka verðið á mjólkurdufti til Ostahússins til að jafna samkeppnisstöðu Mjólku og Ostahússins og bar við mistökum starfsmanna fyrirtækisins. Osta- og smjörsalan er í einokunarstöðu við sölu á mjólkurdufti hér á landi, enda koma háir tollar á mjólkurdufti í reynd í veg fyrir innflutning á duftinu. Vegna stöðu Osta- og smjörsölunnar sem hér er lýst hvílir sérstaklega rík skylda á fyrirtækinu að mismuna ekki viðskiptavinum sínum. Með vísan til þess taldi Samkeppniseftirlitið Osta- og smjörsöluna hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína þegar fyrirtækið seldi Mjólku annars vegar og Ostahúsinu hins vegar mjólkurduft á misháu verði og þannig brotið gegn samkeppnislögum.