Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Gera ehf. á ráðandi hlut í Kornax ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/2006
  • Dagsetning: 6/2/2006
  • Fyrirtæki:
    • Mjólkurfélag Reykjavíkur hf.
    • Geri ehf.
    • Fóðurblandan hf. Valsemöllen A/S
    • Kornax ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um kaup Gera ehf., móðurfélags Mjólkurfélags Reykjavíkur hf., á hlutum Fóðurblöndunnar hf. og danska fyrirtækisins Valsemöllen A/S í Kornax ehf. Samkvæmt tilkynningunni var markmið kaupanna m.a. að losa Kornax undan þeim takmörkunum sem sameiginlegt eignarhald Mjólkurfélags Reykjavíkur og Fóðurblöndunnar hafði sett rekstri þess. Samkeppniseftirlitið taldi að samruninn hindri ekki virka samkeppni í skilningi samkeppnislaga og taldi því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna hans.