Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Krafa Félags íslenskra stórkaupmanna um fjárhagslegan aðskilnað hjá Bóksölu stúdenta á milli annars vegar sölu á almennum markaði og hins vegar sölu til námsmanna

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 49/2008
  • Dagsetning: 17/9/2008
  • Fyrirtæki:
    • Félagsstofnun stúdenta
    • Félag íslenskra stórkaupmanna
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Bókaútgáfa og sala
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Félag íslenskra stórkaupmanna – FÍS krafðist fjárhagslegs aðskilnaðar hjá Bóksölu stúdenta milli annars vegar sölu á almennum markaði og hins vegar sölu til námsmanna.  Samkeppniseftirlitið telur ekki lagaskilyrði til íhlutunar í málinu og ekki ástæður til frekari afskipta stofnunarinnar af því. Þrátt fyrir að Bóksala stúdenta sé talin njóta opinberrar verndar í skilningi 14. gr. samkeppnislaga eru ekki talin lagaskilyrði til að beita fjárhagslegum aðskilnaði þar sem á grundvelli gildandi lagaákvæða um Félagsstofnun stúdenta og þar með Bóksölu stúdenta, telur Samkeppniseftirlitið ekki unnt að greina á milli annars vegar þjónustu við háskólana, þ.e. nemendur og kennara, og hins vegar þjónustu við almenna borgara. Sama á við um aðskilnað milli einstakra vörutegunda sem boðnar eru til sölu. Ennfremur þykir ekki ástæða til að beita 16. gr. samkeppnislaga þar sem lög nr. 33/1968 um Félagsstofnun  stúdenta við Háskóla Íslands eru sérlög gagnvart samkeppnislögum og því ekki lagagrundvöllur fyrir beitingu b-liðar 16. gr. samkeppnislaga.