Ákvarðanir
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintri misnotkun Mjólkursamsölunnar ehf. á markaðsráðandi stöðu
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 17/2010
- Dagsetning: 21/5/2010
-
Fyrirtæki:
- Mjólka ehf.
- Osta- og smjörsalan sf.
- Mjólkursamsalan ehf.
- Auðhumla svf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Matvörur
-
Málefni:
- Markaðsyfirráð
- Reifun Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn á meintri misnotkun Mjólkursamsölunnar ehf. á markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir framleiðslu og heildsölu á mjólkurvörum með húsleit í júní 2007. Tilefni rannsóknarinnar voru ábendingar frá Mjólku ehf. Samkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að þau gögn sem aflað var í málinu gefi til kynna að MS hafi brugðist við aukinni samkeppni á markaði sem ríkti eftir innkomu Mjólku á markað árið 2005 og stóð til ársins 2009 af festu og afli. Hin aukna samkeppni hafi veitt Mjólkursamsölunni umtalsvert og nauðsynlegt aðhald á markaði sem neytendur nutu góðs af með auknu vöruúrvali og lægra verði og ennfremur hærra mjólkurverði til bænda. Gögn málsins gefa hins vegar ekki til kynna að Mjólkursamsalan hafi farið út fyrir ramma samkeppnislaga. Þannig er ekki leitt í ljóst að Mjólkursamsalan hafi með kerfisbundnum og skipulögðum aðgerðum reynt að útiloka keppinauta frá markaði með samkeppnishamlandi aðgerðum. Með vísan til þess telur Samkeppniseftirlitið ekki tilefni til frekari aðgerða.