Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni FL Group og Tryggingamiðstöðvarinnar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 28/2008
  • Dagsetning: 7/5/2008
  • Fyrirtæki:
    • FL Group hf.
    • Tryggingamiöstöðin
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
    • Vátryggingastarfsemi
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun Samkeppniseftirlitinu var tilkynnt um kaup FL Group hf. á öllu hlutafé í Tryggingamiðstöðinni hf. 25. september 2007. Eftirlitið taldi að samrunaskráin væri ófullnægjandi, fyrst og fremst þar sem ekki væri með fullnægjandi hætti gerð grein fyrir yfirráðum yfir félaginu, og tilkynnti aðilum þar um. Vildu aðilar ekki una þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og kærðu niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þann 1. febrúar 2008 kvað áfrýjunarnefnd upp úrskurð sinn í málinu og vísaði frá kæru FL Group, sbr. úrskurð nr. nr. 9/2007 FL-group hf. gegn Samkeppniseftirlitinu. Bárust í kjölfarið upplýsingar frá FL Group sem gerðu Samkeppniseftirlitinu kleyft að leggja efnislegt mat á samrunann. Athugun Samkeppniseftirlitsins bendir ekki til þess að samruninn hafi skapað aðgangshindranir að viðkomandi mörkuðum né að samkeppnisleg staða keppinauta skerðist við samrunann. Því er ekki tilefni til íhlutunar vegna framangreindra kaupa FL Group á Tryggingamiðstöðinni.