Ákvarðanir
Endurskoðun skilyrða samkvæmt ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 20/2005. Samruni FL Group hf. Bláfugls hf. og Flugflutninga ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 35/2007
- Dagsetning: 6/7/2007
-
Fyrirtæki:
- FL Group hf.
- Bláfugl hf.
- Flugflutningar ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Samgöngur og ferðamál
- Flugþjónusta
-
Málefni:
- Samrunamál
- Reifun Aðdraganda þessa máls má rekja til ákvörðunar samkeppnisráðs nr. 20/2005 þar sem Samruna FL Group hf., Bláfugls hf., og Flugflutninga ehf. voru sett skilyrði sem nánar eru tilgreind í 1.-11. gr. í ákvörðunarorði. Skilyrðin áttu m.a. að tryggja viðskiptalegt sjálfstæði Bláfugls og Flugflutninga og að þessi fyrirtæki gætu veitt Icelandair Cargo fulla og óskoraða samkeppni í flugflutningum til og frá Íslandi. Samkvæmt ákvörðuninni bar jafnframt að taka til skoðunar fyrir 1. júlí 2007 hvort breyttar aðstæður myndu kalla á endurskoðun á skilyrðum hennar. Í málinu hóf Samkeppniseftirlitið því skoðun á því hvort þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í fyrri ákvörðunum samkeppnisráðs hefðu breyst. Gagnaöflun varð hins vegar tafsamari en ætla mátti. Umbeðnum gögnum frá aðilum málsins var í verulegum atriðum áfátt. Þá bentu þau gögn sem Samkeppniseftirlitið hafði fengið í hendur til þess að þörf væri á frekari rannsókn varðandi aðstæður á markaðnum. Að öllu framangreindu virtu og í ljósi þess tímaramma sem endurskoðunarákvæði ákvörðunar nr. 20/2005 kveður á um, var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að nauðsynlegt væri að viðhalda um þriggja mánaða skeið öllum þeim skilyrðum sem kveðið er á um í ákvörðuninni.