Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samstilltar aðgerðir hóps leigubifreiðastjóra hjá bifreiðastöðvunum Aðalbílum í Keflavík og BSH í Hafnarfirði við uppsögn samninga við stöðvarnar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 28/2007
  • Dagsetning: 2/7/2007
  • Fyrirtæki:
    • Nýja leigubílastöðin
    • Ný-ung
    • BSH Hafnarfirði
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Leigubílaþjónusta
  • Málefni:
    • Ólögmætt samráð
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu haft til umfjöllunar nokkur mál sem varða samkeppnisaðstæður á leigubifreiðamarkaðnum.

    Einu málinu lauk með því að Samkeppniseftirlitið birti samgönguráðherra, af gefnu tilefni, álit (nr. 2/2007) vegna samkeppnishindrandi ákvæða í lögum og reglum um leigubifreiðar. Er því beint til ráðherra að hann beiti sér fyrir því að hinum samkeppnishamlandi lögum og reglugerðum verði breytt þannig að samkeppni fái þrifist á leigubifreiðamarkaðnum til hagsbóta fyrir almenning.

    Jafnframt því að beina áliti til samgönguráðherra hefur Samkeppniseftirlitið tekið þrjár ákvarðanir sem varða leigubifreiðar og rekstur þeirra. Í ákvörðun nr. 28/2007 kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að hópur leigubifreiðastjóra sem störfuðu á leigubifreiðastöðvunum BSH í Hafnarfirði og Aðalbílum í Reykjanesbæ hafi haft með sér ólögmætt samráð er þeir sammæltust um að segja upp samningum sínum við bifreiðastöðvarnar. Ákvarðanir nr. 33/2007 og 34/2007 fjalla um undanþágur til eins árs til handa leigubifreiðastöðvunum Hreyfli annars vegar og BSR hins vegar að gefa út hámarksökutaxta fyrir hvora stöð fyrir sig.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir