Ákvarðanir
Stofnun Orkusölunnar
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 49/2006
- Dagsetning: 15/12/2006
-
Fyrirtæki:
- Landsvirkjun
- Rafmagnsveitur ríkisins (RARIK)
- Orkubú Vestfjarða (OV)
-
Atvinnuvegir:
- Orkumál
-
Málefni:
- Samrunamál
- Reifun Samkeppnisyfirlitinu barst tilkynning um að RARIK, Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun hefðu stofnað félagið Orkusalan ehf. Skyldi hið nýja félag sjá um framleiðslu og sölu á rafmagni. Taldi Samkeppniseftirlitið samkeppnisleg vandamál skapast með samrunanum þar sem Landsvirkjun væri í markaðsráðandi stöðu á markaðnum fyrir framleiðslu/heildsölu á rafmagni og markaðnum fyrir smásölu á rafmagni til stórnotenda en sú staða myndi verða til þess að styrkja mjög stöðu Orkusölunnar. Með hliðsjón af stórri markaðshlutdeild Orkusölunnar var aðild Landsvirkjunar að Orkusölunni talin mynda markaðsráðandi stöðu hins nýstofnaða félags á markaðnum fyrir smásölu á rafmagni til almennra nota. Samrunaaðilar lögðu í kjölfar þessarar frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til að Landsvirkjun drægi sig úr félaginu. Samþykkti Samkeppniseftirlitið samrunann með því skilyrði að Landsvirkjun seldi eignarhlut sinn í Orkusölunni.