Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Tax Free á Íslandi ehf. vegna Global Refund á Íslandi hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 41/2006
  • Dagsetning: 7/11/2006
  • Fyrirtæki:
    • Global Refund á Íslandi hf.
    • Tax Free á Íslandi ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
  • Málefni:
    • Ólögmætt samráð
    • Markaðsyfirráð
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitinu barst erindi frá Tax Free á Íslandi ehf. vegna Global Refund á Íslandi hf. vegna meintri misnotkun Global Refund á Íslandi hf. á stöðu sinni á markaðnum. Þessi tvö fyrirtæki starfa hér á landi í endurgreiðslu á virðisaukaskatti til erlendra ferðamanna. Taldi Tax Free á Íslandi ehf. að langvarandi taprekstur Global Refund á Íslandi hf. væri brot á 11. gr. samkeppnislaga en reksturinn hafi verið fjármagnaður með aukningu hlutafjár frá móðurfélaginu sem sé öflugt alþjóðlegt fyrirtæki og væri aðgerðin til þess fallin að útrýma samkeppni á íslenskum markaði. Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins ákvæði 11. gr. samkeppnislaga ættu ekki við þar sem Global Refund hafi ekki tekist að viðhalda eða styrkja stöðu sína á markaðnum og því ekki ástæða til að ætla að Global Refund hafi verið ráðandi á markaðnum á þeim tíma sem kvörtunin barst. Á hinn bóginn var talið að félagið gæti í krafti fjárhagslegra tengsla við móðurfélag sitt styrkt svo stöðu sína á skömmum tíma að það teldist ráðandi á markaðnum. Samkvæmt framangreindu taldi Samkeppniseftirlitið því ekki ástæðu til íhlutunar vegna kvörtunar Tax Free á Íslandi ehf. að svo stöddu.