Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup 365 hf., á Innn ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 21/2007
  • Dagsetning: 31/5/2007
  • Fyrirtæki:
    • 365 Ljósvakamiðlar ehf.
    • Innn ehf.
    • Fons eignarhaldsfélag hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um kaup 365 hf,  á öllu hlutafé Innn ehf.. Var  lagt mat á það hvort samruninn myndi hindra virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða yrði til eða að slík staða myndi styrkjast.  Athugun Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að þessi fyrirtæki starfa á ólíkum mörkuðum og að lítil eða engin skörun sé á milli þeirra.  Jafnframt eru aðgangshindranir að þeim mörkuðum sem Innn starfar á mjög litlar. Það var því mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn myndi ekki hafa skaðleg samkeppnisleg áhrif og taldi eftirlitið því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna hans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.