Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Brot Greiðslumiðlunar hf., Kreditkorts hf. og Fjölgreiðslumiðlunar hf. á bannákvæðum samkeppnislaga

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 4/2008
  • Dagsetning: 11/1/2008
  • Fyrirtæki:
    • Greiðslukort
    • Kreditkort
    • Fjölgreiðslumiðlun
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
  • Málefni:
    • Ólögmætt samráð
  • Reifun

    Í kjölfar rannsóknar Samkeppniseftirlitsins hafa Greiðslumiðlun hf. (nú Valitor), Kreditkort hf. (nú Borgun) og Fjölgreiðslumiðlun hf. gert sátt við Samkeppniseftirlitið. Í sáttum þessum felst að Greiðslumiðlun viðurkennir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem beindust að nýjum keppinauti (PBS/Kortaþjónustan). Í sáttunum felst einnig að Greiðslumiðlun og Kreditkort viðurkenna að hafa haft með sér langvarandi og víðtækt ólögmætt samráð. Tók Fjölgreiðslumiðlun að hluta til þátt í því. Í sátt Fjölgreiðslumiðlunar er einnig viðurkennt að félagið hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishömlum samtaka fyrirtækja. Fallast fyrirtækin á að greiða stjórnvaldssektir vegna þessa og breyta starfsemi sinni og háttsemi á markaði. Sekt Greiðslumiðlunar er 385 mkr., sekt Kreditkorts 185 mkr. og sekt Fjölgreiðslumiðlunar 165 mkr.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir