Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun Hreyfils vegna Ríkisspítalanna.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 12/1994
  • Dagsetning: 2/6/1994
  • Fyrirtæki:
    • Bifreiðastöðin Hreyfill
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Leigubílaþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Kvartað var yfir því að Ríkisspítalarnir hefðu synjað Hreyfli um leyfi til að setja upp síma með beinlínusambandi í andyri Landspítalans á meðan keppinautur Hreyfils njóti slíks sambands, en sá aðili hafði aksturssamning við Ríkisspítalana.

    Það var mat samkeppnisráðs að með því að neita öðrum leigubifreiðastöðvum um að setja upp beintengda síma í anddyrum sjúkrahúsa, en þeirri stöð sem gert hefur samning við Ríkisspítalana um flutning á starfsfólki o.fl., væru Ríkisspítalarnir að mismuna leigubílastöðvum í að ná til viðskiptavina. Var þessi samkeppnislega mismunun talin óeðlileg með vísan til markmiðs samkeppnislaga, sbr. 1 gr. samkeppnislaga, ekki síst þar sem um opinbera stofnun væri að ræða.