Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Erindi Sambíóanna um meinta mismunun við innheimtu á skemmtanaskatti hjá kvikmyndahúsum

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 8/1996
  • Dagsetning: 19/9/1996
  • Fyrirtæki:
    • Sambíóin
  • Atvinnuvegir:
    • Mennta- og menningarmál
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Kvartað var yfir því að kvikmyndahúsum væri gert að greiða 15% skemmtanaskatt í ríkissjóð öðrum en Háskólabíói og Laugarásbíói sem greiddu í aðra sjóði tengda bíóunum. Það var álit samkeppnisráðs að þær aðstæður sem rekja mætti til þess að skemmtanaskattur af kvikmyndasýningum einstakra kvikmyndahúsa rynni að stórum hluta til eigenda sömu húsa skekkti samkeppnisstöðu og gæti skaðað samkeppnina á markaði kvikmyndahúsanna. Með vísan til þess lagði ráðið til við menntamálaráðherra að jafna samkeppnisstöðu kvikmyndahúsanna með því t.d. að beita sér fyrir því að undanþáguákvæði sem tóku til kvikmyndahúsa í 6. gr. laga um skemmtanaskatt nr. 58/1970 yrði felld úr gildi.