Álit
Kvörtun Verslunarráðs Íslands yfir skilmálum ÁTVR í viðskiptum við birgja
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 6/1997
- Dagsetning: 18/9/1997
-
Fyrirtæki:
- Verslunarráð Íslands
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Verslunarráð Íslands krafðist íhlutunar samkeppnisráðs vegna einhliða ákvörðunar ÁTVR um greiðslufrest á áfengisgjaldi gagnvart birgjum. Að mati samkeppnisráðs fólu skilmálar ÁTVR í sér óhæfilega takmörkun á frelsi innflytjenda til viðskipta við ÁTVR. Beiting skilmálanna taldist því vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu ÁTVR. Í ljósi þessa leit samkeppnisráð svo á, að skilmálarnir gengju gegn markmiðum samkeppnislaga þar sem þeir væru til þess fallnir að styrkja markaðsráðandi stöðu ÁTVR og veikja starfsemi einkaaðila í innflutningi og heildsölu áfengis, með þeim afleiðingum að hætt væri við að keppinautum aðfangadeildar ÁTVR fækkaði. Var þeim tilmælum beint til fjármálaráðherra að hann hlutaðist til um nauðsynlegar breytingar á reglum.