Álit
Kvörtun vegna fasteignagjalda gististaða
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 8/1998
- Dagsetning: 8/7/1998
-
Fyrirtæki:
- Samband veitinga- og gistihúsa
-
Atvinnuvegir:
- Samgöngur og ferðamál
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Í erindi Sambands veitinga- og gistihúsa var mismunun í álagningu fasteignagjalda á gististaði mótmælt. Það var mat samkeppnisráðs að það stríddi gegn markmiði samkeppnislaga að húseignir sem nýttar væru á gistimarkaðnum bæru mismunandi hlutfall af álagningarstofni í fasteignagjöldum. Var þeim tilmælum beint til félagsmálaráðherra að hann beitti sér fyrir að jafnræðis í reglum og túlkun þeirra yrði gætt samkvæmt nánari útfærslu.