Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Um samkeppnisstöðu Námsgagnastofnunar við framleiðslu, útgáfu og dreifingu kennsluforita

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 2/1994
  • Dagsetning: 23/8/1994
  • Fyrirtæki:
    • Námsgagnastofnun
    • Gruns hf
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
    • Opinber þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Álit samkeppnisráðs: „Þegar opinber fjárveiting er notuð til framleiðslu á hugbúnaði sem boðinn er til sölu á frjálsum markaði, í samkeppni við hugbúnað sem framleiddur er af einkafyrirtækjum sem ekki njóta opinberrar fjárveitingar, verður að gæta þess að hugbúnaðurinn sé ekki seldur undir raunverulegu kostnaðarverði.

    Í þessu sambandi er vakin athygli á niðurlagsákvæði 2. mgr. 14. gr. samkeppnislaga en þar segir að þess skuli gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af verndaðri starfsemi. Verður að telja að þetta ákvæði sé lögum um Námsgagnastofnun til fyllingar. Með vísan til þess er eðlilegt, til að skapa fyrirtækjum jöfn samkeppnisskilyrði, að heimildinni í 3.mgr. 5.gr. laga um Námsgagnastofnun, um að hafa þau náms- og kennslugögn sem stofnunin framleiðir til sölu á frjálsum markaði, sé ekki beitt eða þess gætt að söluverð þeirra standi undir raunverulegum kostnaði.“