Álit
Erindi er varðar mismunun í innheimtu virðisaukaskatts af þjónustu Reiknistofu bankanna og keppinauta
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 9/1998
- Dagsetning: 17/9/1998
-
Fyrirtæki:
- Reiknistofa bankanna
-
Atvinnuvegir:
- Fjármálaþjónusta
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Erindi barst er varðar mismunandi innheimtu virðisaukaskatts af þjónustu Reiknistofu bankanna og keppinauta hennar. Í áliti sínu benti samkeppnisráð á að það færi gegn markmiði samkeppnislaga að mismuna keppinautum í skattheimtu. Var þeim tilmælum beint til ríkisskattstjóra að virðisaukaskattur yrði innheimtur af þeirri þjónustu Reiknistofu bankanna sem hún veitti í samkeppni við fyrirtæki á almennum markaði.