Álit
Samkeppnisstaða happdrættis DAS gagnvart peningahappdrættum
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 4/2000
- Dagsetning: 9/5/2000
-
Fyrirtæki:
- Happdrætti Dvalarheimili aldraðra sjómanna
-
Atvinnuvegir:
- Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Erindi barst frá happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna (DAS) með ósk um álit á einkaleyfi Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ) til að reka peningahappdrætti. Samkeppnisráð beindi þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að samkeppnisstaða happdrættanna verði gerð sem jöfnust að því er varðar skilmála fyrir rekstrinum og að einkaleyfi HHÍ til að reka peningahappdrætti verði numið úr gildi og hinum flokkahappdrættunum verði veitt leyfi til þess að greiða út vinninga í peningum.