Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Kvörtun Arnóls ehf. vegna álits samkeppnisráðs nr. 5/2000

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 1/2002
  • Dagsetning: 30/4/2002
  • Fyrirtæki:
    • Arnól ehf
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    (Sjá álit samkeppnisráðs nr. 5/2000). Álit samkeppnisráðs: „ Að teknu tilliti til þess að ríkisskattstjóri hefur ekki farið að áliti samkeppnisráðs nr. 5/2000 beinir samkeppnisráð á grundvelli d-liðar 2. mgr. 5. gr. og 19. gr. samkeppnislaga þeim eindregnu tilmælum til fjármálaráðherra, sem æðsta yfirmanns skattamála, að hann beiti sér fyrir því, hvort sem það verður gert með lagabreytingu eða á annan hátt, að tilmælum þeim sem fram koma í áliti samkeppnisráðs nr. 5/2000 verði framfylgt og samkeppnislegu jafnræði við greiðslu virðisaukaskatts verði komið á.“