Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Erindi Skeljungs hf. varðandi ákvæði laga um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 11/1995
  • Dagsetning: 22/11/1995
  • Fyrirtæki:
    • Skeljungur hf
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Óskað var álits á því hvort ákvæði og framkvæmd laga um jöfnun flutningskostnaðar olíuvara stangaðist á við markmið samkeppnislaga og torvelduðu frjálsa samkeppni.

    Samkeppnisráð leit svo á að ríkisstuðningur í formi verðjöfnunar á olíuvörum gæti samrýmst meginreglum samkeppnislaga, enda leiddi verðjöfnunin ekki til mismununar í garð einstakra fyrirtækja eða neytendahópa. Það var álit ráðsins að sú flokkaskipting, sem ákveðin var samkvæmt lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, gæti leitt til slíkrar mismununar og þar með í vissum tilvikum torveldað frjálsa samkeppni. Í samræmi við það og með vísan til 19. gr. samkeppnislaga vakti samkeppnisráð athygli ráðherra á þessu atriði.