Álit
Samkeppnishömlur í skólatannlækningum í Reykjavík
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 1/1996
- Dagsetning: 16/2/1996
-
Fyrirtæki:
- Tannlæknafélag Íslands
-
Atvinnuvegir:
- Heilbrigðis- og félagsmál
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Tannlæknafélag Íslands óskaði eftir áliti á framkvæmd skólatannlækninga í Reykjavík sem reknar væru af heilbrigðisráðuneytinu. Samkeppnisráð taldi að ekki væri um mismunun gagnvar sjálfstætt starfandi tannlæknum. Þar sem sjálfstætt starfandi tannlæknar ættu þess hins vegar ekki kost samkvæmt samningi Tryggingastofnunar ríkisins og Tannlæknafélags Íslands að bjóða upp á sama greiðslufyrirkomulag og skólatannlækningar Heilsuverndarstöðvarinnar taldi samkeppnisráð að með því væri sjálfstætt starfandi tannlæknum mismunað og samkeppnisstaða þeirra rýrð. Færi það gegn markmiði samkeppnislaga og var þeim tilmælum beint til ráðherra að jafnræðis yrði gætt í þessu sambandi.