Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Erindi Samtaka verslunar og þjónustu vegna verðlagningar verðlagsnefndar búvara á mjólkurvörum í heildsölu

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 2/2002
  • Dagsetning: 28/10/2002
  • Fyrirtæki:
    • Samtök verslunar og þjónustu
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Samtök verslunar og þjónustu sendu erindi vegna verðlagningar verðlagsnefndar búvara á mjólkurvörum í heildsölu. Samkeppnisráð birti eftirfarandi álit. „ Með vísan til d-liðar 2. mgr. 5. gr. og 19. gr. samkeppnislaga beinir samkeppnisráð þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að heildsöluverðlagning á búvöru verði gefin frjáls svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en 30. júní 2004. Þá beiti ráðuneytið sér fyrir því að verðlagsnefnd búvara heimili ekki samninga um verðtilfærslu, skv. 3. mgr. 13. gr. og 22. gr. búvörulaga, þegar heildsöluverðlagning á mjólk verður frjáls. Auk þess er óskað eftir að ráðuneytið beiti heimildum sínum samkvæmt 71. gr. búvörulaga til að tryggja eftir föngum að samningar um verkaskiptingu skv. ákvæðinu raski ekki samkeppni og vinni þar með gegn markmiðum þess að gefa heildsöluverðlagningu á mjólk frjálsa. Í því sambandi verði reynt að vinna gegn samráði afurðastöðva um framleiðslu og sölu og aðra lykilþætti í samkeppni.“