Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Fyrirhugaður samruni Búnaðarbanka Íslands hf. og Landsbanka Íslands hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 8/2000
  • Dagsetning: 15/12/2000
  • Fyrirtæki:
    • Búnaðarbanki Íslands hf
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Erindi barst frá bankaráði Búnaðarbanka Íslands hf. og Landsbanka Íslands hf. þar sem óskað var álits á fyrirhuguðum samruna bankanna og hvort hann samræmdist samkeppnislögum. Álit samkeppnisráðs var eftirfarandi:

    „Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga og eins og málið hefur verið lagt

    fyrir samkeppnisráð hefur ráðið komist að þeirri niðurstöðu að

    fyrirhugaður samruni Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands

    hf. leiði til of mikillar samþjöppunar og markaðsráðandi stöðu á tilteknum

    mörkuðum á eftirfarandi sviðum; markaði fyrir innlán, markaði fyrir

    útlán, greiðslumiðlunarmörkuðum og markaði fyrir verðbréfa- og

    gjaldeyrisviðskipti. Það er niðurstaða samkeppnisráðs að samruninn hafi

    skaðleg áhrif á samkeppni og brjóti í bága við 18. gr. samkeppnislaga nr.

    8/1993, sbr. lög nr. 107/2000.“