Álit
Kvörtun Lax-ár ehf. yfir samkeppnisstöðu fyrirtækisins gagnvart Stangveiðifélagi Reykjavíkur vegna undanþáguákvæða laga um tekju- og eignarskatt
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 1/1999
- Dagsetning: 21/1/1999
-
Fyrirtæki:
- Lax-á ehf
-
Atvinnuvegir:
- Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
- Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Lax-á ehf. kvartaði yfir samkeppnisstöðu fyrirtækisins, er tæki á leigu laxveiðiár og seldi veiðileyfi til innlendra og erlendra aðila, gagnvart Stangveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR) vegna undanþáguákvæða laga um tekju- og eignarskatt. Samkeppnisráð beindi því áliti sínu til Skattstjórans í Reykjavík, að samkeppnisleg mismunun fælist í þeirri túlkun embættisins að SVFR væri undanþegið greiðslu tekju- og eignarskatts en ekki keppinautar félagsins, þ.m.t. kvartandi.
Álitið kært til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála sjá úrskurð nr. 3/1999.