Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Kvörtun World Class Akureyri yfir leigusamningi Akureyrarbæjar við Vaxtaræktina

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/2001
  • Dagsetning: 23/5/2001
  • Fyrirtæki:
    • World Class Akureyri
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    World Class Akureyri kvartaði yfir leigusamningi Akureyrarbæjar við Vaxtaræktina vegna húsnæðis og taldi leiguna lága og fela í sér opinberan styrk.  Samkeppnisráð beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að við endurnýjun áðurnefnds húsaleigusamnings, sbr. bókun sem fylgdi uppsögn hans, yrði við ákvörðun fjárhæðar húsaleigunnar tekið tillit til allra þeirra kostnaðarliða sem almennt féllu til við rekstur húsnæðis á frjálsum markaði óháð því hvort Akureyrarbær sem eigandi Íþróttahallarinnar þyrfti að greiða slíkan kostnað eða ekki. Með því yrði að mati samkeppnisráðs leiðrétt samkeppnisleg mismunun sem kynni að hafa stafað af þeirri húsaleigu sem Vaxtarræktin greiddi fyrir húsnæði í Íþróttahöllinni.