Álit
Þátttaka Vinnumálastofnunar á markaði fyrir vinnumiðlun og atvinnuauglýsingar
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 1/2010
- Dagsetning: 30/6/2010
-
Fyrirtæki:
- Vinnumálastofnun
- Nettengsl ehf
- Job.is
-
Atvinnuvegir:
- Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
-
Málefni:
Engin málefni finnast
-
Reifun
Samkeppniseftirlitinu barst kvörtun frá Job.is/Nettengslum ehf. vegna starfsemi Vinnumálastofnunar á markaði fyrir vinnumiðlun og atvinnuauglýsingar. Á grundvelli hennar beindi Samkeppniseftirlitið áliti nr. 1/2010 til Vinnumálastofnunar.
Í álitinu er rakið hvaða áhrif það hefur haft á einkareknar vinnumiðlanir í núverandi efnahagsástandi að atvinnurekendur hafi nýtt sér frekar gjaldfrjálsa þjónustu Vinnumálastofnunar en þjónustu þeirra fyrrnefndu. Samkeppni á markaðnum gæti því verið hætta búin. Í því skyni að efla og örva samkeppni á markaði fyrir einkareknar vinnumiðlanir beinir eftirlitið eftirfarandi tilmælum til Vinnumálastofnunar:
Vinnumálastofnun birti með meira áberandi hætti en nú er gert tengla á heimasíður einkarekinna vinnumiðlana, þar sem auglýsingar um laus störf birtast. Þannig beini Vinnumálastofnun þeim sem leita til stofnunarinnar í atvinnuleit í ríkari mæli til hinna einkareknu vinnumiðlana sem starfa á markaðnum til að afla upplýsinga um laus störf á vegum þeirra og ráðgjöf að öðru leyti.
Vinnumálastofnun hafi nánara samstarf við einkareknar vinnumiðlanir um veitingu þjónustu, t.d. með því að nýta skráningar- og úrvinnslukerfi þeirra. Getur þetta m.a. átt við um eftirlit með þeim sem eru skráðir atvinnulausir og umsóknarferli þeirra eða greiningu á kröfum atvinnurekenda til umsækjenda og mat á því hvaða atvinnuleitendur uppfylli viðkomandi kröfur. Til greina kæmi að bjóða út tiltekna verkþætti eða gera þjónustusamninga við einkareknar vinnumiðlanir.